Fyrirtækið Íslensk.is sérhæfir sig í sölu á íslenskri og skandinavískri hönnun. Við færum þér vandaðar og fallegar vörur fyrir heimilið þitt og hestinn. Innblásturinn að hönnun okkar er sóttur í þjóðararf okkar og menning. Þú getur nálgast vörunar okkar hér á vefsíðunni islensk.is, hjá söluaðilum okkar viðsvegar í heiminum og í Pakkhúsinu í bakgarðinu á Strandgötu 43 á Akureyri. Þar má einnig finna eitt og annað sem okkur finnst fallegt og skemmtilegt.
Aðalhönnuður og hugmyndasmiður vörulínanna er Hugrún Ívarsdóttir útstillingahönnuður.
Hugrún er Akureyringur, menntuð í útstillingahönnun frá Dupont Danmarks Dekoratørfagskole í Kaupmannahöfn. Hún hefur alla tíð haft mikin áhuga á hestum og endurspeglast það í fallegum vörum tengdum hestinum en þar eins og annarsstaðar er sagan og þjóðararfurinn samofinn hönnuninni. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni á „ættaróðalinu“ Strandgötu 43 á Akureyri en þar er fyrirtækið einnig staðsett og er smásalan í fallegu og sjarmerandi pakkhúsi á baklóðinni.