HRÚTUR

Íslenska sauðkindin er afkomandi þeirra kinda sem fluttar voru hingað til lands af landnámsmönnum. Áður fyrr var kindin mjög mikilvæg fyrir afkomu fólks og allar afurðir hennar, kjöt, mjólk, ull og jafnvel horn, gjörnýttar. Horn hrútanna eru stærri en ánna og úr þeim voru meðal annars gerð ístöð, hagldir og drykkjarhorn.

is_ISÍslenska