LAUFABRAUÐ

Laufabrauð er hátíðarbrauð Íslendinga. Það er örþunnar hveitikökur, fagurlega skreyttar, en skreytingunni var ætlað að bæta upp hve lítilfjörleg kakan í raun var. Hendingar eins og ,,Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum“ enduróma þá tíma er mjöl var munaðarvara og ekki á hvers manns borðum nema helst á jólum. Laufabrauðsskurðurinn gaf alþýðunni tækifæri til að reyna á hagleik og listfengi og var laufabrauðsdagurinn jafnan tilhlökkunarefni.

is_ISÍslenska