HESTUR

Íslenski hesturinn er smávaxinn, sterkbyggður, þrautseigur og býr yfir fimm gangtegundum. Hann hefur þróast frá þeim hestum sem fluttir voru hingað á landnámstímum og ekki blandast við önnur hestakyn. Íslenski hesturinn hefur löngum verið kallaður þarfasti þjóninn enda gegndi hann lykilhlutverki sem atvinnu- og samgöngutæki allt þar til vélknúin farartæki urðu almenn eign.

is_ISÍslenska