HVALUR

Margar hvalategundir má finna í hafinu umhverfis Ísland. Flestar verja aðeins sumarmánuðunum við Íslandsstrendur og nýta þá til fæðuöflunar en halda suður á bóginn á veturna til að ala afkvæmi sín. Steypireyðurinn er þeirra stærstur en hann er jafnframt stærsta dýr jarðarinnar. Hvalir eru frægir fyrir söng sinn en hljóðin gefa þeir frá sér til að átta sig á umhverfinu og hafa samskipti sín á milli.

is_ISÍslenska