RJÚPA

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að María mey hafi eitt sinn boðað alla fugla á sinn fund og skipað þeim að vaða bál. Allir gegndu nema rjúpan og þess vegna er hún eini fuglinn sem hefur fiður á fótum. Í refsingarskyni fyrir óhlýðnina lagði María á rjúpuna að bróðir hennar, fálkinn, skyldi ofsækja hana og drepa. Alla tíð síðan hefur fálkinn ofsótt rjúpuna, drepið og étið en þegar hann kemur að hjarta hennar áttar hann sig á því að hún er systir hans og vælir þá ámátlega af sorg lengi á eftir.

is_ISÍslenska